Tévez vill halda áfram í Englandi

Carlos Tévez býr sig undir að yfirgefa Old Trafford.
Carlos Tévez býr sig undir að yfirgefa Old Trafford. Reuters

Carlos Tévez, argentínski knattspyrnumaðurinn, segir að það sé orðið deginum ljósara að hann leiki ekki áfram með Manchester United en kveðst helst af öllu vilja spila áfram í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er forgangsmál hjá mér að leika áfram í þessari deild því þetta er besta deild í heimi, enda þótt ég viti að lið á Spáni og Ítalíu hafa áhuga á mér," sagði Tévez í viðtali við sjónvarpsstöðina TyC Sports.

„Það tekur mig sárt að þurfa að yfirgefa Manchester United vegna þess hve stuðningsmennirnir eru frábærir en ég verð að sætta mig við það. Þetta verður erfiðara dag frá degi því ég geri mér grein fyrir því að dvöl mín hjá félaginu er að enda komin.

Forráðamenn félagsins segja við aðra að ég sé við það að skrifa undir samning við þá, en það er ekki rétt og mér hefur verið sýnd óvirðing. Ég hef aldrei beðið Ferguson um útskýringu á einu eða neinu en sem leikmaður geri ég mér grein fyrir því þegar ég er ekki lengur hluti af liðinu. Ég er hissa á því en tek þessu af yfirvegun," sagði Carlos Tévez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert