Benítez hyggst setja eyðslumet

Fernando Torres og Rafael Benítez. Hver verður næsta stórstjarna á …
Fernando Torres og Rafael Benítez. Hver verður næsta stórstjarna á Anfield Road? Reuters

Rafel Benítez, knattspyrnustjóri Liverpol, ætlar að herja á leikmannamarkaðinn í sumar til að styrkja lið sitt, þó svo hann hafi ekki úr sömu upphæðum að ráða og meistararnir í Manchester United. Hann útilokar þó ekki að setja félagsmet í eyðslusemi.

„Við gætum vel slegið eyðslumetið hjá félaginu, en ekki met Manchester United. En verðið skiptir ekki máli, heldur að gera réttu hlutina og finna réttu leikmennina. Næsta skref er að vinna bug á Manchester United, og það er það erfiðasta. Þetta kemur allt niður á upphæðunum sem þeir hafa úr að ráða, þar liggur munurinn á liðunum. Ef við viljum minnka þetta bil, verðum við að vera klókir í kaupum í sumar. Það gæti fært okkur þessu 2-3 stig sem upp á vantar til að vinna titillinn,“ sagði Benítez.

Liverpool hefur eytt yfir 20 milljónum punda síðustu tvö sumur, fyrst í Fernando Torres, sem reyndist góð fjárfesting þó svo leikmaðurinn hafi verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili, en í fyrra keyptu þeir Robbie Keane, sem reyndist ekki svo góð fjárfesting og var því seldur í janúar til Tottenham. Fjölmargir stjörnuleikmenn hafa verið orðaðir við liðið að undanförnu, Carlos Tevés og David Villa helst.

Einnig er búist við að liðið selji nokkra leikmenn, Xabi Alonso, Ryan Babel,  og Andriy Voronin eru allir taldir munu yfirgefa liðið í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert