Ronaldo útskýrir af hverju hann yfirgefur United

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Reuters


Cristiano Ronaldo segir í fyrsta viðtalinu eftir að hann ákvað að yfirgefa Mancehester United að eftir að liðið hampaði Evrópumeistaratitlinum í fyrra hafi hann hugsað hlutina þannig að hann ætti ekkert eftir að afreka meira sem liðsmaður Manchester United.

,,Ég áttaði mig á því að þegar þér tekst að afreka allt þá sé tími kominn til að leita eftir nýrri áskorun. Ég ákvað að vera áfram hjá Manchester United en minn draumur var að ganga til liðs við Real Madrid,“ segir Ronaldo í viðtali við enska blaðið News of the World.

,,Ég er ekki að fara til Real Madrid peningana vegna. Það sem ég vil gera er að verða besti leikmaður í heimi. Ég veit að ég þarf að leggja hart að mér og það er ljóst að ef þú verður besti leikmaður Real Madid, þá verður þú einn sá besti í sögunni.“







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert