Benítez ver ákvörðun sína um eyðsluna í Johnson

Glen Johnson á leið til Liverpool.
Glen Johnson á leið til Liverpool. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool ver þá ákvörðun sína að punga út rúmlega 17 milljónum punda fyrir enska landsliðsmanninn Glen Johnson en Liverpool staðfesti í gær að það hafi náð samkomulagi við Portsmouth um kaup á leikmanninum.

Liverpool hafði þar með betur í baráttunni við Chelsea, sem vildi fá Johnson aftur til Stamford Bridge, en Benítez segist alltaf hafa verið vongóður um að bakvörðurinn kæmi til Liverpool í stað Chelsea.

,,Stundum þarf maður að eyða meira en maður kannski vill en það er ekki hægt að taka þátt í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar án þess að eyða peningum,“ sagði Benítez við Sky Sports.

,,Við vorum að leita eftir gæða leikmanni sem er breskur vegna nýju reglnanna í Meistaradeildinni og Johnson uppfyllir þetta hvort tveggja.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert