Ferguson: Giggs bestur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Alex Ferguson fagnar með Ryan Giggs.
Alex Ferguson fagnar með Ryan Giggs. Reuters

Ryan Giggs er að mati Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United besti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Giggs verður 36 ára gamall í næsta mánuði. Það er ekki að sjá því Walesverjinn hefur farið á kostum með Englandsmeisturum Manchester United á leiktíðinni.

Giggs hefur 11 sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester United en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði United í mars 1991. Hann hefur skorað 99 mörk í úrvalsdeildinni og mörkin eru ófá sem hann hefur lagt upp fyrir félaga sína.

,,Það hafa margir frábærir leikmenn spilað í ensku úrvalsdeildinni og sumir þeirra hafa kannski sett mark sitt meira á deildina en Giggs en enginn getur stært sig af því að hafa spilað jafnlengi og hann með jafngóðum árangri. 

,,Hann var hér þegar deildinni var hleypt af stokkunum og hann er hér ennþá. Ég held að ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að hann sé sá besti,“ segir Ferguson.

Giggs skoraði sitt 150. mark fyrir Manchester United þegar hann skoraði í leiknum á móti Wolfburg og hann hefur leikið flesta leiki fyrir félagið eða 814 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert