Beckham: Óska þess að ég hefði aldrei farið frá United

David Beckham kastar kveðju á stuðningsmenn AC Milanó fyrir utan …
David Beckham kastar kveðju á stuðningsmenn AC Milanó fyrir utan höfuðstöðvar liðsins. Reuters

David Beckham sagði í viðtali við BBC útvarpið að hann hefði óskað sér að yfirgefa aldrei Manchester United og hann öfundaði Ryan Giggs sem hefur leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu. Beckham snýr aftur á Old Trafford í næsta mánuði en þá leikur hann með liði AC Milan gegn United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég hefði elskað það að vera hjá Manchester United allan minn feril og hefði ekki varið neitt en sú varð ekki raunin hjá mér,“ sagði Beckham sem fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2003 og hann gekk síðan í raðir LA Galaxy í Bandaríkjunum  fyrir tveimur árum. Í fyrra var hann í láni hjá AC Milan og hann er aftur kominn í Mílanóliðið þar sem hann mun leika sem lánsmaður fram á vorið.

„Það þarf sérstaka manneskju og leikmann sem spilar með einu liði í svo mörg ár. Ryan hefur verið hjá United í mörg ár og hann verður hluti af Manchester United til lífstíðar. Hann er Manchester strákur í húð og hár.“

„Ég er stoltur af því að hafa spilað með Ryan í gegnum árum og að þekkja hann sem persónu og leikmann. Hann verðskuldar allar þær viðurkenningar sem hann hefur hlotið á þessu tímabili og í gegnum árin.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert