Gylfi hetja Reading

Ívar Ingimarsson fyrirliði Reading fagnar Gylfa Sigurðssyni.
Ívar Ingimarsson fyrirliði Reading fagnar Gylfa Sigurðssyni. www.readingfc.co.uk

Gylfi Sigurðsson var hetja Reading þegar hann gerði eina mark leiksins við Burnley í 4. umferð enska bikarsins. Markið kom á 86. mínútu. Þá vann Chelsea 2:0 sigur á útivelli a móti Preston. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Reading - Burnley 1:0
1:0 (86.) Gylfi skorar fyrir heimamenn. Fékk boltann hægra megin í tegingum, komst framhjá varnarmanninum og náði að renna boltanum í bláhornið.

Brynjar Björn var tekinn af velli á 75. mínútu og Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn hjá Reading á 84. mínútu. Jóhannes Karl lék allan leikinn hjá Burnley og þeir Gylfi og Ívar Ingimarsson léku allan tímann fyrir Reading.

Afskaplega rólegur fyrri hálfleikur þar sem báðum liðum hefur gengið erfiðlega að skapa sér færi. Gylfi hefur verið óregur við að skjóta af löngu færi, en ekki haft erindi sem erfiði.

Preston - Chelsea 0:2
0:1 (37.) Nicolas Anelka skoraði. Fyrri hálfleikur var ágætlega skemmtilegur og leikmenn Preston hafa fengið sín færi, það besta þó Darren Carter sem mokaði boltanum yfir markið rétt innan markteigslínu.
0:2 (47.) Daniel Sturridge kemur Chelsea í 2:0 og liðið virðist í góðum málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert