Nasri: Tap þýðir að við verðum úr leik í titilbaráttunni

Samir Nasri fagnar marki með Arsenal.
Samir Nasri fagnar marki með Arsenal. Reuters

Samir Nasri, franski miðjumaðurinn í liði Arsenal, segir að ef liðið tapar fyrir Chelsea á Stamford Bridge á sunnudaginn séu titilvonir liðsins fyrir bý. Arsenal er sex stigum á eftir toppliði Chelsea og fjórum á eftir Englandsmeisturum Manchester United.

,,Tap er bannað. Það myndi þýða að við værum úr leik í baráttunni um titilinn,“ segir Nasri í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe. ,,Allt annað en tap heldur okkur inni í titilbaráttunni,“ bætir Nasri við en Arsenal hefur gengið illa gegn keppinautum sínum á leiktíðinni.

Arsenal hefur tapað báðum leikjunum á móti Manchester United á leiktíðinni, þeim síðari 3:1 á heimvelli um síðustu helgi, og liðið átti litla möguleika gegn Chelsea á Emirates Stadium fyrr á tímabilinu.

,,Við vitum að við getum unnið hvaða lið sem er. Kannski höfum við sett of mikla pressu á okkur sjálfa í leikjunum á móti stóru liðunum því við segjum við okkur sjálfa að þau séu ótvírætt í titilbaráttunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert