Gylfi Þór bestur hjá staðarblaðinu (myndband)

Gylfi Þór Sigurðsson með verðlaun sín.
Gylfi Þór Sigurðsson með verðlaun sín. www.getreading.co.uk

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá enska blaðinu Reading Post fyrir frammistöðu sína með Reading á nýafstaðinni leiktíð. Gylfi hafði betur í baráttunni við þrjá samherja sína sem tilnefndir voru í kjörinu.

Viðtal við Gylfa, smellið HÉR

Auk Gylfa vor þeir Jimmy Kebe, Ryan Betrand og markvörðurinn Adam Federici sem komu til greina en að mati blaðsins þótti Gylfi skara frammúr. Hann skoraði 20 mörk á leiktíðinni og var markahæsti leikmaður liðsins og var sá leikmaður sem lagði upp flest mörkin í liðinu. 

,,Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu. Flestir leikmenn okkar hafa spilað vel, sérstaklega eftir jólin þegar Brian McDermott tók við liðinu. Persónulega gekk tímabilið mjög vel hjá mér og sem betur fer náðum við að halda sæti okkar í deildinni eftir skelfilega byrjun,“ segir Gylfi í viðtali við Reading Post.

Mörg félög hafa sýnt áhuga á að næla í Gylfa frá Reading en Wolves, WBA, Bolton, Fulham og Newcastle er öll sögð mjög spennt fyrir Hafnfirðingnum sem sjálfur hefur sagt að hann muni líklega halda kyrru fyrir hjá Reading.

Um síðustu helgi var Gylfi Þór valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum félagsins og tók hann á móti verðlaunum fyrir síðasta leikinn sem var gegn Preston um síðustu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert