Beckford skaut Leeds upp í 1. deildina

Frá viðureign Leeds og Norwich á Elland Roand í dag.
Frá viðureign Leeds og Norwich á Elland Roand í dag. Reuters

Leeds United, gamla stórveldið, tryggði sér í dag sæti í ensku 1. deildinni þegar liðið bar sigurorð af Bristol Rovers, 2:1, á heimavelli sínum, Elland Road, í lokaumferð ensku 2. deildarinnar.

Það blés ekki byrlega fyrir Leeds því liðið missti Max Gradel útaf með rautt spjald eftir rúmlega 30 mínútna leik og á 47. mínútu komu gestirnir yfir með marki frá Darryl Duffy.

Manni færri tókst Leeds að knýja fram sigur. Jonathan Howson jafnaði metin á 58. mínútu og það var síðan framherjinn skæði,  Jermaine Beckford, sem tryggði Leedsurum sigurinn og annað sætið í deildinni á eftir Norwich þegar hann skoraði sigurmarkið á 62. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert