Ancelotti: Var kominn tími á að Chelsea ynni titilinn

Chelsea fagna titlinum á Stamford Bridge í dag.
Chelsea fagna titlinum á Stamford Bridge í dag. Reuters

,,Það var kominn tími á að Chelsea ynni titilinn en Manchester United og Arsenal voru frábærir keppinautar. Við lékum eins og lið á æfingasvæðinu og leikmenn skiluðu svo sannarlega góðu starfi," sagði Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea en á sínu fyrsta ári í starfi stýrði hann Lundúnaliðinu til sigurs í deildinni.

Frank Lampard: ,,Þetta er besta tilfinningin sem þú getur fengið í fótboltanum. Við höfum verið nálægt síðustu þrjú árin en það er ekki hægt að vinna þetta á hverju ári og Manchester United er frábær lið,“ sagði Frank Lampard miðjumaðurinn frábæri í liði Chelsea.

Didier Drogba: ,,Ég er mjög stoltur því síðustu árin höfum við verið í baráttu um titilinn. Það var frábært að ná titlinum aftur og frábært fyrir stuðningsmennina. Ég er líka glaður að vinna gullskóinn eftir að hafa verið frá í einn mánuð á miðju tímabilinu,“ sagði Drogba.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert