Dalglish þykir koma til greina í stjórastarfið hjá Liverpool

Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Reuters

Kenny Dalglish, ein af goðsögnum Liverpool, og Martin O´N'eill knattspyrnustjóri Aston Villa þykja  líklegastir til að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Liverpool í stað Rafael Benítez en Spánverjinn hefur lokið störfum fyrir félagið.

Dalglish er öllum hnútum kunnugur hjá Liverpool. Hann lék með liðinu í mörrg ár, var knattspyrnustjóri félagsins og hefur undanfarin ár verið yfirmaður akademíu félagsins og sérstakur sendiherra.

Mark Lawrenson fyrrum leikmaður Liverpool hefur látið hafa eftir sér í dag að hann telji Dalglish besta kostinn í stöðunni að taka við liðinu tímabundið en þeir léku saman með Liverpool á árum áður.

Aðrir sem þykja koma til greina í stjórastarfið hjá Liverpool eru: Martin O'Neill, Roy Hodgson, Louis Van Gaal og Guus Hiddink.

Fleiri nöfnum hefur skotið upp og má þar nefna David Moyes, John Barnes og Steve Staunton en afar ólíklegt er að einhverjir þeirra verði ráðnir í heita sætið á Anfield.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert