Pepe Reina bjargvættur Liverpool

Lee Bowyer og Glen Johnson í baráttunni á St.Andrews í …
Lee Bowyer og Glen Johnson í baráttunni á St.Andrews í dag. Reuters

Birmingham og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St.Andrews í dag. Birmingham var betri aðilinn í fyrri hálfleik og aðeins frábær markvarsla Pepe Reina í marki Liverpool í tvígang kom í veg fyrir að heimamenn skoruðu ekki. Liverpool var öllu sterkara í seinni hálfleik en tókst að skapa sér nein færi að viti.

90. Leik lokið, 0:0

75. Portúgalinn Raul Meirales er kominn inná í liði Liverpool. Þetta er hans fyrsti leikur með liðinu.

56. Birmingham er enn að gera sitt líklegt til að skora. Miðvörðurinn Scott Dan fékk úrvalsfæri en kollspyrna hans af stuttu færi fór í grasið og þaðan yfir markið.

45. Hálfleikur. Staðan er, 0:0. Liverpool getur þakkað Pepe Reina markverði sínum fyrir að vera ekki undir en hann varði í tvígang meistaralega. Birmingham hefur verið mun sterkari aðilinn.

37. Pepe Reina er aftur með heimsklassa markvörslu. Að þessu sinni varði hann þrumuskalla frá Gardner.

22. Pepe Reina varði með glæsilegum hætti skalla frá Cameron Jerome. Stuðningsmenn Birmingham voru farnir að fagna en Spánverjinn sýndi snilldartakta og náði að blaka boltanum aftur fyrir endamörk.

Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Dann, Ridgewell, Larsson, Ferguson, Bowyer, Gardner, McFadden, Jerome. Varamenn: Taylor, Murphy, Derbyshire, Michel, Fahey, Zigic, Jiranek.


Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky, Maxi, Poulsen, Lucas, Gerrard, Jovanovic, Torres. Varamenn: Jones, Meireles, Agger, Pacheco, Kyrgiakos, Babel, Ngog.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert