Stoke í þriggja daga einangrun

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. www.stokecityfc.com

Eiður Smári Guðjohnsen og samherjar hjá Stoke City koma saman strax eftir hádegi á jóladag og eyða næstu þremur sólarhringum saman, þar sem liðið spilar á sunnudag og aftur á þriðjudag.

Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke tilkynnti sínum mönnum að þeir gætu opnað pakka með krökkunum sínum að morgni jóladags, og síðan ættu þeir að mæta í vinnuna. Dvalarstaður liðsins þessa þrjá sólarhringa verður ekki gefinn upp.

Stoke sækir Blackburn heim á sunnudaginn, á öðrum degi jóla, og fær síðan Fulham í heimsókn á þriðjudaginn.

„Þeir koma inná hótel á jóladag og verða aldrei utan sjónmáls okkar fyrr en þeir fá frí á miðvikudaginn," sagði Pulis við BBC í dag.

Þriðji leikur Stoke á sex dögum er síðan heimaleikur við Everton á nýársdag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert