Torres gæti séð eftir félagaskiptunum

Chelsea treyjur með nafni Torres á bakinu seljast nú eins …
Chelsea treyjur með nafni Torres á bakinu seljast nú eins og heitar lummur. Reuters

Martin Skrtel miðvörður Liverpool-liðsins heldur að liðið komi ekki til með að sakna framherjans Fernando Torres eftir að hafa fengið þá Andy Carroll og Luis Suarez í staðinn. Skrtel telur að Torres muni jafnvel sjá eftir því að hafa farið til Chelsea.

,,Við höfum fengið Suarez og Carroll og ég held að þeir tveir muni fylla skarð Torres og vel það. Við erum allir leiðir yfir því að Torres skildi fara enda frábær leikmaður en satt best að segja þá kom þetta ekki á óvart. Ég óska honum alls hins besta en það sama segi ég ekki um Chelsea. Kannski á Fernando eftir að sjá eftir þessu einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Skrtel.

Skrtel og samherjar hans í vörninni fá líklega að glíma við Torres á sunnudaginn en þá sækir Liverpool Englandsmeistarana heim á Stamford Bridge.

,,Þetta verður öðruvísi. Hingað til hef ég aðeins mætt honum á æfingum. Ég vona að honum verði teflt fram og það hlýtur að verða þar sem Chelsea lagði svo hart að sér að fá hann. Ég hlakka til að mæta honum og ég ætla ekki að láta hann skora,“ segir Slóvakinn



 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert