Gary Speed er látinn

Gary Speed.
Gary Speed. Reuters

Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Leeds, Everton, Newcastle, Bolton og Sheffield United, er látinn, aðeins 42 ára að aldri.

Knattspyrnusamband Wales tilkynnti andlát hans rétt í þessu.

Gary Speed er einn leikjahæsti leikmaðurinn í ensku knattspyrnu á síðari árum en hann lék 677 deildaleiki með liðum sínum og skoraði 103 mörk, en hann lagði loks skóna á hilluna fyrir tveimur árum, fertugur að aldri. Hann lék 85 landsleiki fyrir Wales.

Hann átti um skeið leikjametið í ensku úrvalsdeildinni, 535 leiki, en David James markvörður sló það að lokum.

Speed tók við landsliði Wales snemma á þessu ári og það hækkaði sig um 72 sæti á heimslista FIFA á árinu, var í 117. sæti um tíma en er nú í 45. sæti eftir sigurleiki gegn Búlgaríu, Sviss og Svartfjallalandi.

Speed hóf ferilinn sem knattspyrnustjóri í ágúst 2010 þegar hann tók við liði Sheffield United. Hann var þar þó aðeins framí desember þegar honum var boðin staða landsliðsþjálfara Wales en þá leysti knattspyrnusamband Wales hann undan samningi með greiðslu til enska félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert