Chelsea kaupir spænskan bakvörð

Azpilicueta var í Ólympíuliði Spánar.
Azpilicueta var í Ólympíuliði Spánar. AFP

Chelsea hefur gengið frá kaupum á spænska hægri bakverðinum César Azpilicueta frá Marseille í Frakklandi.

Þessi 22 ára gamli leikmaður spilaði 69 leiki fyrir Marseille en þaðan kom hann frá spænska liðinu Osasuna  sumarið 2010.

Azpilicueta er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar. Nú þegar hefur Roberto Di Matteo fengið til sín Eden Hazard, Oscar, Marko Marin og Thorgan Hazard.

Chelsea vantaði hægri bakvörð eftir að liðið lét Portúgalann Jose Bosingwa fara en hann gerði samning við QPR í síðustu viku.

Öll félagaskiptin í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér.

mbl.is