Rodgers hrósar boltastráknum

Boltastrákurinn Charlie Morgan liggur hér eftir spark frá Eden Hazard.
Boltastrákurinn Charlie Morgan liggur hér eftir spark frá Eden Hazard. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool, og fyrrverandi stjóri Swansea, segir að boltastrákurinn frægi sem Eden Hazard sparkaði í á miðvikudaginn sé góður strákur sem elski fótbolta.

Umræddur boltastrákur, hinn 17 ára Charlie Morgan, reyndi eins og frægt er orðið að tefja leik Swansea og Chelsea í undanúrslitum deildabikarsins sem endaði með því að Hazard sparkaði í kvið hans og fékk rauða spjaldið fyrir.

„Ég þekki Charlie. Hann er góður strákur. Twitter-síðan hans er ansi mikið heimsótt þessa dagana!„ sagði Rodgers léttur við fréttamenn í dag. „Allir stjórar, leikmenn og þjálfarar hefðu viljað að boltastrákurinn þeirra gerði það sem hann gerði. Hann er mjög góður strákur og elskar fótboltann,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert