„Suárez er að nálgast Messi og Ronaldo“

Luis Suárez í leiknum gegn Norwich í gær.
Luis Suárez í leiknum gegn Norwich í gær. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool telur að Luis Suárez muni fljótlega komast á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en Rodgers sá lærisvein sinn fara á kostum gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Úrúgvæinn snjalli skoraði fjögur af mörkum Liverpool sem vann stórsigur, 5:1, og hann er þar með markahæstur í deildinni með 13 mörk þó svo að hann hafi verið í leikbanni í fyrstu sex leikjunum í úrvalsdeildinni. Suárez hefur nú skorað 51 mark í 84 leikjum með Liverpool-liðinu.

„Ég held að þegar þú skoðar Ronaldo og Messi þá hafi þeir verið í sérflokki í nokkur ár. Luis er aðeins 26 ára gamall og ég er ekki í vafa um að hann á eftir að bæta sig á komandi árum. hann er nálgast þessa frábæru leikmenn,“ segir Rodgers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Óli Már Guðmundsson: lol
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert