Zola kveður Watford með söknuði

Gianfranco Zola fannst ekki ganga nógu vel á yfirstandandi leiktíð …
Gianfranco Zola fannst ekki ganga nógu vel á yfirstandandi leiktíð og ákvað að stíga til hliðar. Ljósmynd/Watford

Ítalinn Gianfranco Zola er hættur sem knattspyrnustjóri Watford en hann ákvað að segja starfi sínu lausu eftir tap í fimm heimaleikjum í röð í ensku B-deildinni.

Zola stýrði Watford í umspilið um sæti í úrvalsdeild í vor þar sem það tapaði úrslitaleiknum gegn Crystal Palace á vítaspyrnu í framlengingu. Nú er liðið hins vegar um miðja deild. Zola hefur stýrt Watford í hálft annað ár og sagðist í bréfi til stuðningsmanna kveðja félagið með söknuði.

„Mér er þungt fyrir brjósti þegar ég skrifa þessi orð til að lýsa því yfir, eftir mikla umhugsun, að ég hef sagt af mér. Þessi ákvörðun var ekki tekin í flýti. Ég minntist á það eftir leikinn á laugardag að ég vildi hugsa málið vel og það hef ég gert. Ég verð að setja Watford í forgang og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ skrifaði Zola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert