Rodgers: Stigin skiptu öllu máli

Norður-Írinn Brendan Rodgers , knattspyrnustjóri Arsenal.
Norður-Írinn Brendan Rodgers , knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

„Aðalatriðið var að vinna stigin þrjú sem í boði voru en einnig að leika vel," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, glaður í bragði eftir sigur, 3:2, á Norwich í ensku úrvalsdeildinni á útivelli í dag. Með sigrinum náði Liverpool fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 

„Nú vantar okkur fjögur mörk til þess að hafa skorað 100 mörk á leiktíðinni sem er frábær árangur," sagði Rodgers ennfremur. 

„Fyrir leiktímabilið var markmið okkar að komast í meistaradeildina. Nú er það markmið í höfn því við getum ekki hafnað neðar en í þriðja sæti," bætti Rodgers við en hann greinilega með báða fætur á jörðinni þótt staða liðs hans sé vænlega nú um stundir. 

„Við munum leggja áherslu á að gera okkar besta í þremur næstu leikjum. Framundan er heimaleikur við Chelsea um næstu helgi þar sem ljóst að er að stemningin verður framúrskarandi," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert