Ferdinand var í leit að síðasta ævintýrinu

Rio Ferdinand með Harry Redknapp á blaðamannafundi í dag.
Rio Ferdinand með Harry Redknapp á blaðamannafundi í dag. AFP

Rio Ferdinand segist hafa valið að fara til QPR frá Manchester United til þess að upplifa eitt lokaævintýri áður en ferlinum lyki.

Þessi 35 ára miðvörður var í tólf ár hjá Man Utd eftir að hafa verið keyptur á metfé frá Leeds, en hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið eftir síðasta tímabil.

„Ég fékk mörg tilboð frá ýmsum stöðum í heiminum en þegar Harry [Redknapp] hringdi var þetta auðveld ákvörðun. Ég byrjaði ferilinn undir hans stjórn hjá West Ham og það má því segja að ég endi hann á ævintýralegan hátt,“ sagði Ferdinand á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert