Lampard mögulega til Manchester City á láni

Lampard í leik með enska landsliðinu á HM.
Lampard í leik með enska landsliðinu á HM. AFP

Enski miðjumaðurinn Frank Lampard sem gekk nýverið til liðs við bandaríska liðið New York City í MLS deildinni gæti verið, öllum að óvörum að ganga til liðs við Manchester City á láni frá bandaríska liðinu. Þetta kemur fram í frétt vefútgafa breska dagblaðsins, The Guardian. Lampard gerði garðinn frægan með Chelsea og var hjá Lundúnarfélaginu í þrettán ár.

Lampard er sagður ætla að vera hjá Manchester-liðinu til styttri tíma, meðal annars til þess að halda sér í formi fyrir bandarísku deildina sem hefst í byrjun mars árið 2015. Lampard gæti þó mætt Chelsea tvisvar í búningi þeirra ljósbláu í Manchester City. 

Þessi óvænti leikur hjá Lampard og Manchester City hentar báðum aðilum vel. City vantar enska leikmenn til þess að fylla upp í þann kvóta sem lagður er á ensku liðin og þá verður Lampard, ásamt því að halda sér í formi, ekki fjarri augum landsliðsþjálfa síns Roy Hodgson. Sjálfur hefur Lampard ekkert gefið út hvort hann sé hættur með landsliðinu eða ætli að halda áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert