Eto'o genginn í raðir Everton

Roberto Martinez knattspyrnustjóri Everton ásamt Samuel Eto'o nýjasti liðsmanni Everton.
Roberto Martinez knattspyrnustjóri Everton ásamt Samuel Eto'o nýjasti liðsmanni Everton. Ljósmynd/Everton

Kamerúnski framherjinn Samuel Eto'o hefur gert tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton, en frá þessu var gengið í dag og hefur verið opinberað á heimasíðu Everton.

Eto'o sem á að baki 118 A-landsleiki fyrir Kamerún og hefur skoraði í þeim 56 mörk, lék á síðustu leiktíð með Chelsea en var þar áður í herbúðum Anzhi í Rússlandi, Real Madrid, Barcelona, Mallorca og Inter Mílanó.

Eto'o, sem er 33 ára, segist ánægður með nýja liðið. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Everton og ég get ekki beðið eftir því að leika fyrsta leikinn minn í bláu treyjunni,“ sagði Eto'o í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert