„Dómarinn kostaði okkur sigurinn“

Frá viðureign Arsenal og Manchester City í gær.
Frá viðureign Arsenal og Manchester City í gær. AFP

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City segir að dómarinn Mark Clattenburg hafi komið í veg fyrir að lið sitt hafi unnið Arsenal á Emirates Stadium í gær.

Liðin skildu jöfn, 2:2, í bráðfjörugum leik en Pellegrini segir að Clattenburg hafi átt að dæma brot á Arsenal í aðdragandanum á báðum mörkum liðsins og þá hafi hann sleppt því að dæma vítaspyrnu á heimamenn.

„Ég tel að það hafi verið brot í báðum mörkum Arsenal. Í því fyrra var tvívegis eða þrívegis brotið á Agüero og í seinna markinu ýtti Danny Welbeck Vincent Kompany. Þá sleppti dómarinn að dæma vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd eins leikmanns Arsenal í teignum. Dómarinn átti slakan dag og líka í fyrra þegar hann dæmdi leik okkar á móti Liverpool. Dómarinn kostaði okkur sigurinn,“ sagði Pellegrini.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert