Löng bið Liverpool er á enda

Aaron Ramsey og félagar í Arsenal mæta Dortmund í stórleik …
Aaron Ramsey og félagar í Arsenal mæta Dortmund í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. AFP

Knattspyrnuáhugafólk um víða veröld getur glaðst í dag en flautað verður til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid er handhafi Evrópumeistaratitilsins en víst er að slagurinn verður harður hjá bestu liðum Evrópu að komast á ólympíuleikvanginn í Berlín laugardaginn 6. júní á næsta ári þar sem úrslitaleikurinn fer fram.

Real Madrid, sem lagði granna sína í Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, hefur titilvörnina á heimavelli sínum í kvöld þegar liðið tekur á móti svissnesku meisturunum í Basel. Evrópumeistararnir hafa ekki farið vel af stað á tímabilinu en þeir lágu fyrir Atlético Madrid um nýliðna helgi og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Þeir Toni Kroos og James Rodriguez hafa ekki náð að fylla skörð þeirra Xabis Alonso og Ángels Di María og margir sparkspekingar eru þeirrar skoðunar að það sé ástæðan fyrir hökti Madridarliðsins nú í byrjun tímabilsins.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert