Vill fá arftaka Solskjær sem fyrst til starfa

Aron Einar fagnar marki með Cardiff.
Aron Einar fagnar marki með Cardiff. AFP

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, vonast til að fá nýjan knattspyrnustjóra hjá liði sínu Cardiff sem fyrst.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn í síðustu viku og hafa Russell Slade, stjóri Leyton Orient, og Neil Lennon, fyrrverandi stjóri Celtic, helst verið nefndir til sögunnar.

„Við viljum auðvitað fá nýjan stjóra eins fljótt og hægt er. Það er hins vegar ekki okkar að ákveða hver það verður,“ sagði Aron við BBC í gær.

Danny Gabbidon, varnarmaður Cardiff, og Scott Young, fyrrverandi leikmaður liðsins, stýrðu Cardiff í 2:2-jafnteflinu við Derby um helgina þar sem Aron skoraði annað marka Cardiff. „Youngie og Gabbs hafa staðið sig vel og eru mjög ákafir. Þeir hafa reynt að blása okkur baráttuanda í brjóst og æfingarnar hafa gengið vel. Aðalatriðið er að við stöndum saman, það vita allir hvað við getum,“ sagði Aron.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert