Walcott bíður lengur

Theo Walcott.
Theo Walcott. AFP

Theo Walcott, kantmaðurinn fljóti, verður ekki í byrjunarliði Arsenal gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun þó hann sé kominn á fulla ferð á ný eftir að hafa slitið krossband í hné í byrjun ársins.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri sagði á fréttamannafundi sínum í dag að það væri of snemmt fyrir Walcott að spila heilan leik.

„Hann er ekki algjörlega tilbúinn, hann hefur verið frá of lengi til að vera í byrjunarliðinu. Hann vill spila en nú er runninn upp sá tími þar sem reynir á þolinmæðina. Allir vilja spila en stundum átta þeir sig á því seinna að þeir voru ekki tilbúnir og Walcott gerir sér greint fyrir þessu," sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert