Enski boltinn í beinni - laugardagur

Úr fyrsta leik dagsins þar sem Newcastle hafði betur gegn …
Úr fyrsta leik dagsins þar sem Newcastle hafði betur gegn Liverpool. AFP

Sjö leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar tíunda umferðin hefst. Fylgst er með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is

Ballið byrjar klukkan 12.45 þar sem Liverpool er í heimsókn hjá Newcastle norður í landi, en heimamenn hafa verið að finna taktinn að undanförnu og unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum. Klukkan 15 eru svo sex leikir á dagskrá þar sem meðal annars topplið Chelsea fær QPR í heimókn.

Vonir standa til að Gylfi Þór Sigurðsson verði leikfær með Swansea sem heimsækir Everton, en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Leikir dagsins eru eftirfarandi:

12.45 Newcastle - Liverpool
15.00 Arsenal - Burnley
15.00 Hull - Southampton
15.00 Stoke - West Ham
15.00 Chelsea - QPR
15.00 Everton - Swansea
15.00 Leicester - West Brom

Smellið á ENSKI BOLTINN Í BEINNI til að opna beinu lýsinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert