Ný meiðsli hjá Falcao

Radamel Falcao þarf að fylgjast með liðsfélögum sínum úr stúkunni …
Radamel Falcao þarf að fylgjast með liðsfélögum sínum úr stúkunni enn um sinn. AFP

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao verður ekki með Manchester United næstu tvær vikurnar eftir að hafa meiðst á ný, en hann hefur verið frá keppni í mánuð vegna kálfameiðsla.

Falcao kom til United í sumar en hefur enn ekki spilað heilan leik fyrir liðið. Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark en það var gegn Everton í október.

Mikill fjöldi leikmanna United hefur glímt við meiðsli á tímabilinu og í dag staðfesti Louis van Gaal einnig að Daley Blind yrði frá keppni í þónokkurn tíma, þó að ekki yrðu það sex mánuðir eins og óttast var um tíma.

Uppfært: Manchester United greinir frá því á Twitter-síðu sinni að í raun sé ekki um „ný“ meiðsli að ræða. Van Gaal hafi tekið þannig til orða vegna þess að um kálfameiðslin sé að ræða en ekki hnémeiðslin sem áður plöguðu Falcao.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert