Fimm frá United í draumaliði Carraghers

Jamie Carragher var vanur að láta vel í sér heyra, …
Jamie Carragher var vanur að láta vel í sér heyra, en einn fyrrum liðsfélagi hans er í draumaliðinu.

Jamie Carragher, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur valið draumalið ensku úrvalsdeildarinnar að eigin mati.

Carragher lagði skóna á hilluna árið 2013 en hann á að baki 508 deildarleiki með Liverpool á átján ára tímabili. Hann er nú pistlahöfundur fyrir Sportsmail og var beðinn um að setja saman liðið.

Flestir leikmenn koma frá Manchester United, erkifjendum Liverpool, eða fimm talsins. Carragher grínaðist þó með að hann hafi verið tilneyddur að velja Gary Neville í hægri bakvörðinn og vonaðist eftir því að einhver mundi taka stöðuna af honum þegar fram líða stundir, en þeir voru vanir að elda grátt silfur saman.

Einungis einn fyrrum liðsfélagi Carraghers kemst í liðið, en það er svohljóðandi:

Mark: Peter Schmeichel (Man Utd)
Vörn: Gary Neville (Man Utd), John Terry (Chelsea), Tony Adams (Arsenal), Ashley Cole (Arsenal/Chelsea)
Miðja: Ryan Giggs (Man Utd), Roy Keane (Man Utd), Steven Gerrard (Liverpool), Cristiano Ronaldo (Man Utd).
Sókn: Alan Shearer (Newcastle), Thierry Henry (Arsenal).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert