Warnock fyrstur til að fjúka í úrvalsdeildinni

Neil Warnock er fyrsti stjórinn sem er rekinn í úrvalsdeildinni …
Neil Warnock er fyrsti stjórinn sem er rekinn í úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP

Fyrsti stjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefur verið rekinn, en það er Neil Warnock, knattspyrnustjóri Crystal Palace, sem hefur verið látinn taka pokann sinn.

Warnock var við stjórnvölinn hjá Palace í nákvæmlega fjóra mánuði, en hann tók við liðinu þann 27. ágúst síðastliðinn. Það var í annað sinn sem hann tók við liðinu, en hann stýrði því einnig á árunum 2007-2010 en var þá einnig látinn fara.

Illa hefur gengið hjá Palace í úrvalsdeildinni þetta tímabilið, en liðið er í þriðja neðsta sæti með fimmtán stig eftir átján leiki og hefur einungis unnið þrjá. Liðið tapaði fyrir Southampton á heimavelli í gær og mætir QPR á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert