Dómarinn mun skammast sín

José Mourinho kallar til sinna manna í leiknum gegn Southampton …
José Mourinho kallar til sinna manna í leiknum gegn Southampton í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sérlega kátur með að tapa stigum gegn Southampton í dag en leikur liðanna á St. Mary's endaði 1:1. Mourinho var sérlega ósáttur við dómgæsluna og að Cesc Fabregas skyldi ekki fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Honum var í staðinn sýnt gula spjaldið fyrir meintan leikaraskap.

„Mínir menn spiluðu til sigurs, sérstaklega í seinni hálfleik, en ég skil ekki afhverju við fengum ekki augljósa vítaspyrnu. Einhvern tíma fór Sam Allardyce stjóri West Ham allt í einu að tala um að leikmenn Chelsea væru alltaf að reyna að fiska víti, svo át hver stjórinn það upp eftir öðrum. Í dag lyfti dómarinn gula spjaldinu í stað þess að dæma vítaspyrnu," sagði Mourinho við Sky Sports.

„Það sama gerðist með Diego Costa gegn Burnley. Ég skil það ekki. Stig er hinsvegar stig í leilk gegn erfiðum mótherja. Það eru alltaf vafaatriði - en þetta  var stórt. Leik eftir leik fullyrða þjálfarar að leikmenn Chelsea séu með leikaraskap. Ég mun fara til dómarans, óska honum gleðilegs árs og segja honum að hann muni skammast sín fyrir þennan dóm," sagði Mourinho.

Víti?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert