Ótrúleg endurkoma Burnley gegn City

David Silva skoraði eitt mark í ótrúlegu jafntefli Burnley og …
David Silva skoraði eitt mark í ótrúlegu jafntefli Burnley og Manchester City. AFP

Leikjunum sem hófust kl. 15 í enska boltanum er nú lokið en þar urðu líklega óvæntustu úrslitin í viðureign Burnley og Manchester City en liðin gerðu 2:2 jafntefli eftir að Englandsmeistararnir komust í 2:0.

Mörk City skoruðu þeir David Silva og Fernandinho sem átti líklega mark umferðarinnar en þrumuskot hans fór í slá og inn.

Burnley-menn gáfust hins vegar ekki upp og jöfnuðu með mörkum frá George Boyd og Ashley Barnes. Endurkoma í lagi.

Lífsnauðsynlegur sigur Leicester

Harður botnbaráttuslagur átti sér stað í Hull þar sem heimamenn tók á móti Leicester. Þar höfðu refirnir frá Leicester betur 1:0 og lífsnauðsynlegur sigur þeirra í höfn. Í takti við mikilvægi leiksins var mönnum heitt í hamsi en tvö rauð spjöld litu dagsins ljós á lokamínútununum. Paul Konchesky fékk að líta rautt spjald á 88. mínútu og Stephen Quinn í liði Hull á 90. mínútu.

Arsenal hafði betur í Lundúnarslag

Arsenal vann góðan sigur í Lundúndarslag gegn West Ham. Skytturnar komust í 2:0 en West Ham minnkuðu muninn með marki Cheikhou Kouyate. Mörk Arsenal skoruðu Santi Cazorla og Danny Welbeck á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Úrslit leikjanna kl. 15:
0:0 Ast­on Villa - Sund­erland
0:1 Hull - Leicester
2:2 Manchester City - Burnley
0:0 QPR - Crystal Palace
2:0 Stoke - WBA
1:2 West Ham - Arsenal

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert