Arsenal glímir við 46 ára gamla staðreynd

Leikmenn Arsenal gátu vart leynt vonbrigðum sínum enda í erfiðri …
Leikmenn Arsenal gátu vart leynt vonbrigðum sínum enda í erfiðri stöðu eftir úrslit kvöldsins EPA

Það er óhætt að segja að Arsenal sé í slæmum málum eftir 3:1-tap á heimavelli fyrir Mónakó í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Arsenal hefur dottið út á þessu stigi keppninnar síðustu fjögur ár, og ætli liðið sér að snúa því gengi við þarf mikið að breytast. Ekki nóg með það, heldur er tölfræðin ekki á þeirra bandi.

Staðreyndin er sú að ekkert lið, sem tapað hefur fyrri viðureign á heimavelli á útsláttarstigi Evrópukeppni með tveimur mörkum, hefur komist í næstu umferð síðan Ajax gerði það árið 1969.

Þá hefur tölfræðiveitan Infostrada Sports reiknað út að miðað við söguna eru möguleikar Arsenal á að komast áfram eftir þessi úrslit aðeins 1,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert