Suárez sendir ensku pressunni tóninn (myndband)

Luis Suárez fagnar marki gegn Manchester City í fyrrakvöld.
Luis Suárez fagnar marki gegn Manchester City í fyrrakvöld. AFP

Luis Suárez framherji Barcelona er ekki sáttur við enska fjölmiðla og segir þá vera tapsára en Úrúgvæinn er ósáttur við að þeir hafi reynt að gera sér mat úr atviki sem átti sér stað á milli hans og Martin Demichelis miðvarðar Manchester City í leik liðanna í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Myndskeið voru birt af Suárez þegar hann átti í höggi við Demichelis og vildu margir meina að Suárez hafi reynt að bíta í hönd varnarmannsins en Suárez neitar þeim áskökunum.

„Enskir fjölmiðlar vilja bara reyna að skapa vandræði. Þeir hljóta bara að vera enn í sárum eftir það sem ég gerði þeim á HM síðastliðið sumar. Þeir gleyma því hins vegar að ég spilaði á Englandi og þeir ættu þar að leiðandi að sýna mér virðingu.

Málið er að hann (Demichelis) setti hönd sína á hálsinn á mér,“ sagði Suárez í viðtali við úrúgvæska útvarpsstöð en Súarez skoraði bæði mörk Barcelona í 2:1 sigri á móti Manchester City.

Hér að neðan má sjá annað sjónarhorn á meintu „bittilraun“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert