Sterling truflaði Liverpool-menn

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool og knattspyrnusérfræðingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar telur að uppákoman með Raheem Sterling í vikunni þar sem hann sást anda að sér hláturgasi og nota svokallaða „shisha“ pípu hafi verið truflandi fyrir félagið.

„Jafnvel þó þú talir ekk um þetta þá er vandamálið undir niðri. Rodgers var spurður að þessu daginn fyrir leik. Þegar hann hefði átti að vera að tala um fótbolta þá er hann að hugsa um Sterling,“ sagði Carragher.

„Ungir leikmenn gera mistök, það hef ég sjálfur gert en vonandi mun þetta atvik verða til þess að hann þroskist,“ sagði Carragher.

Liverpool mætir Aston Villa í undanúrslitum FA-bikarsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert