Kærð fyrir að ráða ekki við áhorfendur

Stuðningsmenn Aston Villa hafa tekið gleði sína eftir frækna framgöngu …
Stuðningsmenn Aston Villa hafa tekið gleði sína eftir frækna framgöngu liðsins í bikarkeppninni. En þeir virðast þó hafa farið yfir strikið. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur kært bæði Aston Villa og Reading fyrir að hafa ekki stjórn á áhorfendum í leikjum liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í síðasta mánuði, en bæði lið tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum keppninnar.

Í báðum tilfellum hlupu áhorfendur inná völlinn í leikslok og fögnuðu úrslitunum en Aston Villa vann þá WBA á Villa Park og Reading vann Bradford City á Madejski Stadium.

Félögin hafa frest til fimmtudags til að skýra sín mál fyrir knattspyrnusambandinu. Aston Villa er komið í úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Liverpool á sunnudaginn en Reading er úr leik eftir að hafa tapað naumlega í framlengdum leik fyrir Arsenal á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert