Var ekki pláss fyrir Fabregas

Grímuklæddur Fabregas mætir sínu gamla félagi í dag.
Grímuklæddur Fabregas mætir sínu gamla félagi í dag. AFP

Arsené Wenger, þjálfari Arsenal, segist ekki hafa viljað fá Cesc Fabregas, leikmann Chelsea, aftur til félagsins þegar hann yfirgaf Barcelona í fyrrasumar. Fabregas heimsækir sinn gamla heimavöll í dag þegar Arsenal tekur á móti Chelsea klukkan 15.

„Hvar spilar Cesc á sunnudaginn? Fyrir aftan framherjann. Hvar mun Özil spila? Fyrir aftan framherjann,“ sagði Wenger við breska fjölmiðla. Hann bætti janframt við að það væri engin skynsemi í því að eyða morðfjár í stöðu sem er þegar mönnuð.

„Fólk efaðist um Özil. Eftir að hafa snúið til baka úr meiðslum hefur Özil blómstrað og er orðinn að þeim leikmanni sem þú vilt að hann sé. Hann er miðpunktur leiks okkar og gerir aðra í kringum sig betri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert