Allir í Chelsea áttu að vera í liði ársins

José Mourinho talar við leikmann ársins að mati ensku leikmannasamtakanna, …
José Mourinho talar við leikmann ársins að mati ensku leikmannasamtakanna, Eden Hazard. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segist ekki skilja hvers vegna Cesc Fábregas var ekki valinn í lið ársins sem valið var af ensku leikmannasamtökunum og segir ennfremur að lið ársins hefði í raun og veru átt að vera Chelsea-liðið í heild sinni.

Úr liði Chelesa voru þeir Branislav Ivanovic, John Terry, Gary Cahill, Nemanja Matic, Eden Hazard og Diego Costa allir valdir í lið ársins, sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni.

„Það hefðu átt að vera fleiri Chelsea-leikmenn. Allir leikmenn í liði ársins áttu að vera frá Chelesa. Ég virði hvern einasta leikmann og lið og sérstaklega þá sem kjósa, vegna þess að þeir eiga rétt á að kjósa. Það eru frábærir leikmenn í þessu liði en það eru átta leikmenn fyrir utan liðið,“ sagði Mourinho í viðtali við Sky Sports.

„Til dæmis, Cesc Fábregas, sú leiktíð sem hann hefur átt, sá fjöldi stoðsendinga og gæðin í hans leik, það er skrýtið að hann er ekki þarna,“ sagði Mourinho.

„Þetta lið myndi ekki vinna ensku úrvalsdeildina. Það hefur fjóra varnarmenn, (Nemanja) Matic og fimm sóknarmenn, það er ómögulegt. Þetta er lið sem hefur ekkert jafnvægi vegna þess að í það vantar miðjumann,“ sagði Mourinho.

Lið ársins er kosið af leikmönnum 92 karlaliða og er eftirfarandi:

Markmaður: Dav­id de Gea (Manchester United)

Varn­ar­menn: Ryan Bertrand (Sout­hampt­on) Gary Ca­hill, John Terry, Bran­islav Ivanovic (Chel­sea)

Miðju­menn: Edin Haz­ard, Nem­anja Matic (Chel­sea) Cout­in­ho (Li­verpool) Al­ex­is Sanchez (Arsenal)

Sókn­ar­menn: Diego Costa (Chel­sea) Harry Kane (Totten­ham)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert