Gylfi í liði vikunnar - vill skora meira

Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu var valinn í lið vikunnar hjá Garth Crooks knattspyrnusérfræðingi hjá BBC.

Gylfi Þór átti magnaðan leik fyrir Swansea sem vann Newcastle 3:2 en Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í leiknum.

Gylfi var í viðtali hjá sjónvarpsstöð Swansea eftir leikinn og var afar sáttur. Gylfi hefur skorað átta mörk fyrir Swansea á tímabilinu en er að eigin sögn ekki búinn að ná markmiði sínu.

„Ég er ekki alveg kominn þangað. Vonandi næ ég að skora nokkur í viðbót áður en tímabilinu lýkur,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Úrvalslið Garth Crooks

Mark: Adrian (West ham)
Vörn: Hector Bellerin (Arsenal), John Stones (Everton), John Terry (Chelsea), Aaron Cresswell (West Ham).
Miðja: James McCarthy (Everton), Nemanja Matic (Chelsea), Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea), Charlie Adam (Stoke).
Sókn: Graziano Pellé (Southampton), Dame N'Doye (Hull).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert