770 milljónir án Englandsmeistaratitils

Draumur Stevens Gerrars um að vinna Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður mun …
Draumur Stevens Gerrars um að vinna Englandsmeistaratitilinn sem leikmaður mun ekki rætast. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur eytt 770 milljónum punda í 190 leikmenn án þess að vinna Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en 25 ár eru í dag liðin frá því að Bítlaborgarliðið stóð uppi sem sigurvegari í deildinni.

Þetta kemur fram í frétt The Daily Express um málið en til að setja þetta í samhengi hefði liðið getað keypt Portúgalann Christiano Ronaldo næstum því tíu sinnum og Walesverjann Gareth Bale rúmlega átta sinnum.

Hér má sjá lista yfir öll kaup Liverpool frá árinu 1990 en við vörum stuðningsmenn Liverpool við lestrinum sem gæti verið ansi „sjokkerandi“ fyrir suma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert