Settur af sem vítaskytta

Robin van Persie á vítapunktinum gegn WBA.
Robin van Persie á vítapunktinum gegn WBA. AFP

Louis  van Gaal, hinn hollenski knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að Robin van Persie taki ekki vítaspyrnur í bráð fyrir liðið, eftir að honum brást bogalistin gegn WBA á laugardaginn, þegar United tapaði óvænt á heimavelli fyrir Tony Pulis og hans mönnum.

Van Gaal sagði þá aðspurður að það yrði alveg eins með van Persie og með fyrirliðann Wayne Rooney sem náði ekki að skora af vítapunktinum gegn Liverpool í mars.

„Nei, hann er búinn með sitt tækifæri. Það er alltaf þannig. Wayne brenndi líka af og þegar það gerist lenda menn aftast á listann,“ sagði van Gaal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert