Kane efstur á óskalista United

Harry Kane.
Harry Kane. AFP

Framherjinn Harry Kane leikmaður Tottenham er sagður vera efstur á óskalista Louis van Gaal knattspyrnustjóra Manchester United.

Talið er að Van Gaal fá 150 milljónir punda í leikmannakaup í sumar og Kane er sá leikmaður sem hollenski stjórinn vill fá í sínar raðir en Kane hefur slegið í gegn á þessu tímabili og hefur 30 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. Verðmiðinn á framherjanum gæti verið í kringum 45 milljónir punda sem jafngildir 9.2 milljörðum íslenskra króna.

United hefur í gegnum tíðina verið iðið að sækja leikmenn frá Tottenham og þar má nefna menn eins og Teddy Sheringham, Michael Carrick og Dimitar Berbatov.

Manchester United hefur þegar gengið frá kaupum á einum leikmanni í sumar en í vikunni var greint frá því að Memphis Depay hefur samið við United en hann kemur frá hollenska liðinu PSV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert