Reyndi að fá miða á Wembley í gegnum drottninguna

Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. AFP
Arsenal mætir Aston Villa í úrslitaleik enska bikarsins þann 30. maí næstkomandi, en uppselt er á leikinn.
Pearce hefur reynt allar leiðir til þess að fá miða á leikinn fyrir sig og Leo, félaga sinn, en ekkert hefur gengið. Hann dó þó ekki ráðalaus og sendi Elísabetu Bretadrottningu bréf, en hann fékk svar frá Buckingham höll.
„Kæri Charlie, drottningin bað mig um að þakka þér fyrir bréfið sem þú sendir. Því miður er þetta eitthvað sem hennar hátign getur ekki aðstoðað þig með og þykir mér því leitt að valda þér vonbrigðum,“ stóð í bréfinu.

,,Drottningin vonar þó að þú komir til með að njóta leiksins og ég vil koma til skila hlýjum kveðjum frá henni til þín og Leo,“ stóð ennfremur.

Leitin hjá þeim Charlie og Leo heldur því áfram, en það má búast við hörkuleik á Wembley þann 30. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert