Wenger vill fá Jackson

Jackson Martínez í leik með Porto.
Jackson Martínez í leik með Porto. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er með kólumbíska framherjann Jackson Martínez í sigtinu en hann skoraði 21 mark fyrir Porto á leiktíðinni.

Þetta fullyrðir Daily Express í dag og segir að Jackson, eins og markahrókurinn er kallaður, sé með klásúlu í samningi sínum sem geri hann falan fyrir 24,7 milljónir punda.

„Hann er leikmaður sem við viljum gjarnan halda en við getum ekki komið í veg fyrir að önnur félög nýti sér klásúluna. Jackson er farinn í frí en þegar hann kemur aftur reynum við að endurnýja samninginn hans eins og í fyrra,“ sagði Nuno Pinto da Costa, forseti Porto.

Liverpool er einnig sagt hafa áhuga á Jackson sem er 28 ára gamall og hefur leikið með Porto frá árinu 2012. Hann hefur skorað að minnsta kosti 20 mörk í 30 leikjum á hverju þriggja tímabila sinna með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert