Coates farinn frá Liverpool

Sebastian Coates alsæll í rauðum og hvítum búningi Sunderland.
Sebastian Coates alsæll í rauðum og hvítum búningi Sunderland. Mynd/Twitter.

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur keypt úrúgvæska varnarmanninn Sebastian Coates frá Liverpool en hann semur við liðið til fjögurra ára. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Coates var á láni hjá Sunderland á síðustu leiktíð og spilaði lykilhlutverk í leikjunum níu þar sem hollenski knattspyrnustjórinn Dick Advocaat var við stjórnvölinn en í þessum leikjum fékk liðið níu stig og hélt þrisvar hreinu en stigin björguðu Sunderland frá falli.

„Sebastian var mikilvægur hluti af liðinu á síðustu leiktíð undir stjórn Advocaat og við erum hæstánægðir með það að fá hann til frambúðar, sagði stjórnarmaður félagsins á heimasíðu Sunderland í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert