Distin samdi við nýliðana

Sylvain Distin í leik með Everton
Sylvain Distin í leik með Everton AFP

Franski miðvörðurinn Sylvain Distin samdi í dag við enska úrvalsdeildarfélagið, Bournemouth til eins árs, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Distin, sem er 37 ára gamall varnarmaður, var síðast á mála hjá Everton, en hann lék 210 leiki og skoraði 5 mörk fyrir félagið á sex árum sínum hjá félaginu.

Everton ákvað að framlengja ekki samning hans við félagið og varð hann því samningslaus í gær, en Bournemouth, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með því að vinna ensku 1. deildina, gerði eins árs samning við leikmanninn í dag.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Bournemouth í sumar, en félagið hefur þegar fengið þá Tyrone Mings, Joshua King. Artur Boruc og Adam Federici. Sjá nánar hér.

Distin verður launahæsti leikmaður Bournemouth frá upphafi, en hann mun þéna 40 þúsund pund á viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert