Endurbætur á Stamford Bridge

Roman Abrahamovic eigandi Chelsea mun í náinni framtíð kynna hugmyndir sínar um að stækka heimavöll liðsins Stamford Bridge samkvæmt frétt á vefsíðunni Mirror. Áætlað er að eftir endurbæturnar muni Stamford Bridge taka 60.000 manns í sæti. Endurbæturnar verða byggðar upp á múrsteinum og völlurinn verður í Westminster Abbey stíl.

Abrahamovic kannaði möguleika á því að byggja nýjan heimavöll fyrir Chelsea, en ákvað það síðan árið 2013 að fara frekar þá leið að hefja endurbætur á Stamford Bridge í stað þess að byggja nýjan heimavöll.

Skipulag varðandi endurbætur á Stamford Bridge tóku svo tvö ár, en arkitektar og byggingaverkfræðingar hafa í þann tíma unnið að teikningum á endurbætunum. Talið er að framkvæmdirnar muni kosta um það til 500 milljónir punda og það muni taka þrjú ár að klára framkvæmdirnar. Roman mun sjálfur standa straum af þeim kostnaði sem til fellur við endurbæturnar. 

Chelsea mun þurfa að spila á öðrum velli á meðan endurbótunum stendur og hafa Wembley og Twickenham verið nefndir til sögunnar í þeim efnum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert