United sektaði Di Maria

Angel Di Maria.
Angel Di Maria. AFP

Manchester United hefur sektað Argentínumanninn Ángel Di Maria fyrir að koma ekki á móts við liðið í Bandaríkjunum þar sem liðið hefur dvalið síðustu tvær vikurnar.

Sektin hljóðar upp á 360 þúsund pund sem jafngildir rúmum 75 milljónum íslenskra króna. Það er auðvitað dropi í hafið enda er Di Maria ekki á neinum sultarlaunum hjá Manchester-liðinu.

En Di Maria hefur nær örugglega spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United því reiknað er með að Paris SG gangi frá kaupum á Argentínumanninum um helgina. 44 milljónir punda kemur Parísarliðið til með að greiða fyrir Di Maria en United keypti hann frá Real Madrid í fyrra fyrir 59,7 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert